May 17, 2008

Enn ein vikan að enda komin og verð ég að játa að ég er frekar þreyttur og til í að sofa út í fyrramálið. Vikan var raunar langt komin strax og hún byrjaði út af öðrum í hvítasunnu....snilld...það ætti að brenna það í lög landsins að vinnuvikan væri 4 dagar...þvílík snilld væri það....annars afrekaði ég ýmislegt þessa vikuna...fór tvisvar út að hlaupa...tvo létta hringi..er að reyna að koma mér í rútínu að hlaupa smá hring eftir vinnu...fíla það alveg æðislega vel að skokka af stað með góða tóna í eyrunum....stefnan er sett á 10 km hlaupið í Reykjavíkurmaraþoninu í haust....nú ég fór líka eina ferð í Bjarnarey...bæði til að vitja fjár og eins að dytta aðeins að vélbúnaði félagsins....alltaf jafn yndislegt að fara í þessar ferðir og fínasta trimm í því að fara upp og niður og út og suður um eyjuna...ágætisbrennsla þar. Verst að ég hafði ekki með mér myndavél en sólarlagið var gjörsamlega óviðjafnanlegt...maður hafði það á tilfinningunni að sólin væri að kyssa mann góða nótt...Nú fleira var á döfinni í vikunni...stjórnarfundur í körfuboltafélaginu og síðan var aðalfundur hjá Héraðssambandi ÍBV í gærkvöldi...ég þurfti auðvitað að troða mér að þar og koma einu hjartans máli að hjá hreyfingunni....læt það liggja milli hluta enda velt mér nóg upp úr því í vetur....Nú það er alltaf jafn mikið að gerast í vinnunni...það er einhvern vegin þannig að maður rennur beint í næsta verkefni þegar einu lýkur...aldrei kemur þessi dauði tími sem maður ætlar að nota til að taka til á skrifborðinu, leysa lífsgátuna osfrv....hvernig ætli forstjórar stórfyrirtækja eins og GM eða GE fari að því að komast yfir öll verkefni dagsins....hef reynt að tileinka mér skilvirka tímastjórnun en það virðist samt alltaf vera skortur á tíma....spurningin er hvort er maður proactive eða reactive í því sem maður er að gera....er maður stöðugt að bregðast við vandamálum eða er maður það snjall að vera stundum líka að vinna að fyrirbyggjandi verkefnum.

Börnin mín virðast vera að taka einhvern svakalega vaxtakipp eða þroskakipp þessa dagana...Draupnir Dan er orðinn eitthvað svo fullorðinn að það hálfa væri nóg...við komum heim saman á daginn og hann er strax rokinn út að leika við krakkana í hverfinu...kemur ekki heim fyrr en maður kallar hann inn í mat og svo vill hann auðvitað helst leika langt fram á kvöld....pabbi...af hverju er sólin uppi þegar nóttin er.....reynið að útskýra gang sólar á Íslandi fyrir 4 ára....Karítas Ósk sýnir líka stórkostlegar framfarir frá degi til dags...maður finnur að hún er farin að skynja umhverfið betur og betur og skilur miklu meira en maður heldur....hún er reyndar ekki farinn að labba ennþá en hún kemst allra sinna ferða í göngugrindinni....setur kúrsinn á næsta lausa hlut í stofunni sem er hægt að terrorisera....og svo bara sett í gírinn.....og vei ef einhver hindrun tefur för...þá lætur sú stutta sko alveg heyra í sér....alveg pottþétt ekki skaplaus litla prinsessan mín enda væri það undarlegt með þessa foreldra...Ætla að vera duglegur að taka vídeómyndir og ljósmyndir af krökkunum í sumar....þetta eru svo ómetanlegar stundir að það er alveg sorglegt að þær fái bara að lifa í minningunni...og á vídeói.

Amma Ragna ætlar svo að koma til okkar á sunnudaginn og verður í 2 vikur....hlakka mikið til enda er Amma mín algjör snillingur og yndisleg manneskja....nú svo fer að styttast í að maður vindi sér í eggjatöku í Bjarnarey...það er hrikalega skemmtilegt og vonandi hef ég færi á að kíkja í það eitthvað smá....taka eitt sig eða svo væri algjör snilld.....

Nú svo á Aldís ástin mín afmæli 29. mai...verður þá tuttugu og eitthvað ára gömul....höldum væntanlega létt afmæliskaffi eins og venjulega hér á bæ...fyrir þá sem nenna að koma....

Framundan um helgina er svo útskriftarveisla...grill annaðkvöld með vinnunni hennar Aldísar...sunnudagurinn er opinn en væntanlega fellur eitthvað til þá eins og aðra daga....segi ykkur kannski frá því í næstu færslu...kommentið endilega og segið mér hvað þið ætlið að gera um helgina.

Eigið góða helgi

Baldvin

May 10, 2008

Langþráð hvítasunnuhelgi er upprunnin og ég fattaði mér til mikillar ánægju að það er frí á mánudaginn líka..Gunnsi, Þóra og Eddi komu til okkar í gærkvöldi í skítabrælu með Herjólfi og ætla að vera hjá okkur um helgina...það verður bara vonandi æðislegt veður hjá okkur.

Þessi vika leið annars hratt eins og aðrar vikur...maður verður orðinn 100 ára áður en maður veit af með þessu áframhaldi...velti því stundum fyrir mér hvort maður geti hægt á því hvað tíminn líður hratt með því að temja sér ákveðna hegðun...þ.e. þannig að maður upplifi að tíminn líði hægar...mér finnst eftir að ég varð "Fullorðinn" að tíminn líði hraðar...þegar maður var 20 ára var tíminn heila eilífð að líða......árin liðu ekki jafn hratt hjá...finn þetta vel á því þegar ég tek fram jólaskrautið árlega...það er alltaf eins og ég hafi gengið frá því í síðasta mánuði...

Annars finnst mér jákvæðast í þessum tímapælingum að horfa á hvað maður hefur afrekað á þessum tíma sem þegar er liðinn tæplega 32 ár...fyrstu 10 árin voru auðvitað bara leikur og gleði...svo kom tími þroska og undirbúnings undir fullorðinsárin...það er svo ekki fyrr en um 23-24 ára sem maður fer að stefna eitthvert af viti...fram að því hafði stefnuleysið verið allsráðandi þar sem mótunarárunum sleppti...samt hefur mér tekist á þessum 8-9 árum að mennta mig sæmilega, eignast yndislega konu, eignast tvö fullkomin börn, koma mér sæmilega fyrir hvað neðri hluta maslowspíramídans varðar og má segja að restina af ævinni geti ég varið í að rækta það sem eftir er af píramídanum eða stefna markvisst að því að ná fullkomnu jafnvægi á lífið og tilveruna...klisjukent já....en samt jákvætt að horfa á þetta svona...gefum okkur að maður lifi amk til að verða 60 ára við sæmilega heilsu...þá á ég 28 góð ár eftir og ætti að geta gert amk 4 sinnum jafn mikið og ég hef afrekað hingað til. Það er ekki ónýtt..eða mér finnst það amk ekki...Nú ef maður ætti að gerast bjartsýnn þá gæti maður alveg eins orðið sæmilega heilsuhraustur 80 ára...þá á maður 48 góð ár eftir

Síðustu árin (raunar eftir að ég flutti til Vestmannaeyja) hef ég verið að taka mig saman í andlitinu og huga nú betur að heilsunni en ég gerði áður...kannski að hluta af því maður rekur sig á vandamál sem maður kærir sig ekki um að eiga við...þess vegna hætti ég til dæmis að reykja þann 15. október 2007. Þá hafði ég reykt að staðaldri í hátt í 10 ár....grátlegt og til viðbótar við árin 10 þá voru kannski 3 þar sem maður var að fikta við þetta...mín lausn á þessari hrikalegu fíkn var nálastungumeðferð hjá góðum manni á skólavörðustíg...ég þurfti reyndar að fara í annað skipti til að þetta virkaði en nú hefur þetta gengið eins og í sögu síðan í fyrra og ætlun mín að halda þessu til streitu...munurinn á lífsgæðum fyrir og eftir er bara svo mikill að það er þess virði að fórna þessum indælu smók andartökum sem maður átti áður...sígó eftir matinn...kaffi og sígópása við ýmis tækifæri...sígó og bjór, sígó eftir kynlíf og svo mætti lengi telja....en loksins fattaði ég að þetta er algjör bölvun...ég svaf ílla, átti erfitt með öndun ef maður fór út að hlaupa...var andstyttri og að öllu leyti hafði minna úthald...þetta hefur gjörbreyst og það er alveg fáranlegt að ég hafi verið tvístígandi yfir því að eyða 15 þúsund í þessa meðferð...maður er svo vitlaus stundum...eða ætti maður kannski að segja...maður lendir stundum í því að vera gáfaður...

Svo er það mataræðið...ég er smátt og smátt að reyna að taka mig í gegn á þeim vettvangi...kveikjan að þeirri stefnu hjá mér var í raun fyrirlestur sem ég fór á hjá Matta Ósvald heilsuráðgjafa í byrjun þessa árs. Hann var þar að segja okkur frá ákveðnum hugmyndum varðandi almennt heilbrigði og mér fannst eins og hann hefði opnað nýjar dýr fyrir okkur...hann talaði af svo mikilli skynsemi um hvernig líkaminn starfar og hvað við gætum gert til þess að vera heilbrigðari (Ekki meiri íþróttamenn heldur heilbrigðari). Ég hef síðan verið að reyna að tileinka mér þá hugmyndir sem hann kynnti fyrir okkur en þar sem ég er krónískt matargat og sælkéri þá er það amk jafn erfitt og að hætta að reykja. Segi ykkur kannski betur frá þessu í annarri færslu síðar...

Annars ætlaði ég ekki að fara út á þessa braut þegar ég byrjaði á færslunni...þvældist óvart inn í þessar pælingar...það sem ég ætlaði að segja ykkur frá er helgin framundan...hérna í Eyjum er opinber Fjölskylduhelgi og pökkuð fjölskyldudagskrá alla helgina...meðal annars er hér sjóstangveiðimót, golfmót, göngurall, tuðruferðir, skátaleikir fyrir krakka, sig og spröngukennsla, veggjaklifur, opið hús hingað og þangað, listasýningar og loks endar hátíðin á mánudagskvöld á Stakkó (svona ekki ósvipað concept og austurvöllur í rvk) með Brekkusöng og grill og glensi....virkilega myndarleg dagskrá og ætla ég ekki að láta mig vanta...best að fara að drífa sig í gallann.

Njótið helgarinnar og kíkið í fjörið til Vestmannaeyja ef þið hafið tök á, það verður enginn svikinn af því.

ps. Læt fylgja með eina mynd af félögunum Draupni Dan og Heimi Freyr síðan um síðustu helgi en það eru alltaf fagnaðarfundir þegar þeir hittast.